VÍNKASSI – Þrjú vín frá Elisabettu Foradori
kr.13,400.00
3 x 750 ml.
Kassi með þremur vínum frá Elisabettu Foradori í Trentino.
Vínin frá Elisabettu eru fáguð og aðgengileg. Þau eru fullkomin fyrir þá sem vilja kynnast heimi náttúruvínanna.
Lezer 2022 er mjög létt rauðvín sem dvelur í aðeins einn dag með hýðina svo það er mjög ljóst á litinn og minnir aðeins á rósavín. Það er að mestu leyti framleitt úr teroldego þrúgunni, 78%, en restin er blanda af ótal öðrum þrúgum.
Foradori 2022 er framleitt úr teroldego-þrúgunni sem þroskast í 12 mánuði í blöndu af viðartunnum og sements-tönkum. Teroldego þrúgan er fágæt þrúga sem er eingöng ræktuð í Trentino sem minnir okkur alltaf á vel þroskað granatepli.
Fontanasanta Manzoni Bianco 2023 er framleitt úr samnefndri þrúgu, manzoni bianco. Það þroskast í 7 mánuði í stórum eikartunnum áður en það er sett á flösku. Ekta ítalskt hvítvín, ferskt og frábært matarvín.
Lífræn ræktun.
Lífefld ræktun.
8 in stock