Zanotto

Riccardo Zanotto hefur það að sérsviði að framleiða freyðandi vín af ýmsu tagi enda staðsettur á einhverju mesta freyðivínssvæði Ítalíu og þótt víðar væri leitað. Prosecco eru freyðivínin kölluð sem koma héðan úr miðju Venetó héraði, ekki ýkja langt frá Feneyjum. Ólíkt flestum á svæðinu stundar Zanotto hins vegar gömlu aðferðina “col fondo”. Gamla aðferðin er sú aðferð sem tíðkaðist á svæðinu áður en tæknin tók völdin, áður en menn fóru að fjöldaframleiða freyðivín í stórum tönkum sem breyta víni í freyðivín undir miklum þrýstingi.

Col fondo er náttúruleg aðferð þar sem gerjun vínsins hefst í tönkum á hefðbundin hátt (eins og tíðkast um hvítvín) en lýkur í flöskunni eftir að henni hefur verið lokað (með gostappa frekar en freyðivínskorktappa). Það veldur náttúrulegum þrýstingi í flöskunni sem fær vínið til að freyða, meira létt freyðandi vín þó heldur en beinlínis freyðivín. Botnfallið er heldur ekki fjarlægt svo col fondo vínin eru skýjuð og gulleit.

Smelltu hér til að sérpanta hjá Vínbúðinni eftirfarandi vín frá Zanotto og fá sent í vínbúð að eigin vali hvar á landi sem er (án aukakostnaðar):