Lammidia er nýr og agnarsmár vínbóndi í Abrúzzó héraði, með framleiðslu upp á aðeins um 15.000 flöskur árlega. Reyndar væri réttara að tala um vínbændur í fleirtölu heldur en einn bónda því tveir félagar stunda víngerðina, Davide og Marco, sem hafa þekkst frá því í leikskóla. Eftir háskóla fóru þeir í sitt hvora áttina en það var ástríðan og áhuginn á víngerð sem sameinaði þá aftur og þeir stofnuðu Lammidia.
Davide og Marco eru ekki lærðir í faginu heldur lærðu með því að heimsækja aðra vínbændur sem stunduðu náttúrulega víngerð, kynna sér aðferðir þeirra og gera tilraunir sjálfir. Náttúran er í fyrirrúmi hvort sem er úti á vínekrunni þar sem eru notaðar lífrænar og bíódýnamískar aðferðir og gróður fær að vaxa villt á milli vínviðar – eða inni í víngerðinni þar sem engu er bætt við og ekkert frá tekið; náttúruleg gerjun, eingöngu þroskað í sementstönkum (þeas engar viðartunnur) eða amfóru, engin filtering og ekkert viðbætt súlfat. Mikil sköpunargleði oog uppfinningasemi ríkir á bænum. Útkoman er þessi frábæru, ljúffengu, sjálfstæðu og lifandi vín.
Smelltu hér til að sérpanta hjá Vínbúðinni eftirfarandi vín frá Lammidia og fá sent í vínbúð að eigin vali hvar á landi sem er (án aukakostnaðar):