Elisabetta Foradori er hálfgerð guðmóðir víngerðar í Trentino héraði á N-Ítalíu, ekki síst fyrir rauðvínin úr tereldego þrúgunni. Hún er líka ein af stóru nöfnunum þegar kemur að frumkvöðlum lífrænnar ræktunar og víngerðar á Ítalíu og víðar. Í dag er ræktun og framleiðsla bíódýnamísk og virðingin fyrir náttúrunni í hverju skrefi. Elisabetta stýrir víngerðinni ásamt þremur börnum sínum, Emilio, Theo og Myrtha.
Ef það er eitthvað eitt orð sem ég myndi segja um Foradori vínin þá væri það fágun.