Alce Nero er samyrkjubú á Ítalíu í eigu bænda víðs vegar um landið. Stofnað 1978 af Gino Girolomani, einum fyrsta og mesta frumkvöðli lífrænnar ræktunar.
Allt frá stofnun hefur Alce Nero verið samvinnu- og samstarfsverkefni. 12 bændur leiða verkefnið í dag en bak við þá eru fleiri hundruð ítalskir smábændur sem allir stunda lífræna ræktun. Auk þess er Alce Nero í samstarfi við sameignarbúið Cooperativa Sin Fronteras sem framleiðir kakó, kaffi og sykur undir bæði lífrænni og fairtrade vottun, frá M-Ameríku.
Afurðirnar eru síðan sem best nýttar til að framleiða hollar, lífrænar og ljúffengar vörur, án aukaefna. Framleiðsla Alce Nero endurspeglar virðinguna sem þau bera fyrir náttúrunni og okkur, frá akri til neytanda. Innihald varanna og rekjanleiki er unninn eftir hugmyndafræði Slow Food samtakanna
Matarkassar og aðrar matvörur frá Alce Nero og öðrum bændum eru seldar með forpöntun á vef Vínbóndans. Smelltu hér til að skoða það nýjasta í vefbúðinni.