Matarkassi og vín frá La Vialla í Toskana – forpöntun

La Vialla er myndarbýli ekki langt frá Arezzo í Toskana. Þar er ekki bara stunduð lífræn ræktun heldur lífelfd (biodynamic) ræktun og er býlið með eitt stærsta Demeter vottaða land í Evrópu, en Demeter er alþjóðleg vottun fyrir lífelfda ræktun. Afurðirnar eru nýttar til að framleiða vín, olíur, osta, hunang, edik, sultur, pesto, pasta og margt fleira.

Hjónin Giuliana og Piere Lo Franco hófu ræktun á La Vialla fyrir um 40 árum síðan og reka býlið enn í dag ásamt þremur sonum. Ævintýrið hófst þegar þau ákváðu að kaupa yfirgefinn bóndabæ, gera hann upp og rækta landið með lífrænum hætti. Þau bættu síðan í safnið fleiri slíkum húsakostum og smám saman stækkaði landið og verkefnið óx. Ræktunin hefur verið lífræn frá upphafi, en slíkt frumkvöðlastarf var ekki endilega metið að verðleikum á þeim tíma. Öll umgjörð er látlaus, hógvær og manneskjuleg. Hráefnið er í fyrirrúmi og vörurnar búnar til svo það njóti sín sem best á einfaldan og “heimilislegan” hátt.

La Vialla selur eingöngu milliliðalaust til viðskiptavina, beint frá bónda, bæði mat og vín. Með öðrum orðum er varan þeirra ekki fáanleg í neinum verslunum. Þeim leist vel á tillögu Vínbóndans að gefa íslenskum viðskiptavinum tækifæri á að kynnast vörunni.

Við fengum sendan fjölda sýnishorna af framleiðslu bændanna og völdum tíu gómsætar tegundir þar úr:
Hreinan og ljúffengan vínberjasafa (750ml)
Rósmarínólífuolíu (200ml) sem er frábær á grillkjötið, í salöt og fleira
Balsamik edik (250ml)
Tvær tegundir af pasta; eggjapasta “pappardelle” (250g) og ótrúlega gott spelt tagliatelle (500g)
Rautt pestó (180g) með sólþurrkuðu tómötum og pecorino osti sem sló alveg í gegn og hafði yfirburði fram yfir græna pestóið sem við smökkuðum líka
Hunang millefiore “þúsundblóma” (250g)
Bombolini kirsuberjatómatar (500g) sem eru t.d. frábærir út á salatið
Ketchalla (210g) tómatsósa hússins og sem krakkarnir elskuðu
Viallella (200g) súkkulaðihnetukrem sem krakkanir elskuðu ennþá meira (og við líka!)

La Vialla kassi, 9.000 kr.
Akstur heim að dyrum á höfuðborgarsvæðinu er innifalinn.

Ath! Takmarkað magn er í boði og eingöngu hægt að panta La Vialla kassann með forpöntun. Sendingin frá bændunum er svo væntanleg í lok maí.

Einnig er í boði að bæta tveimur vínflöskum við pöntunina, rauðu og hvítu, á 7.000 kr.
La Vialla kassinn og vínið væri þá á samtals 16.000 kr.

Pantanir berist á netfangið arnar@vinbondinn.is.

 

Vínin tvö eru annars vegar stórskemmtilegt, lifandi og ófilterað hvítvín, Torbolino, úr þrúgunum chardonnay, sauvignon blanc, viognier og traminer og hins vegar rauðvínið Casa Conforto Chianti Superiore, sem er klassískt Chianti vín, ferskt og matarvænt, þroskað í 5 mánuði í viðartunnum og framleitt úr þrúgunum sangiovese, canaiolo og merlot.

 

 

4 Comments

 1. Ég vil gjarnan panta einn kassa + tvær vínflöskur. Ég verð reyndar á Ítalíu í seinni partinn í maí kem heim 1. júní. Gott bæði að koma í veg fyrir slæmt fráhverf frá ítalska matnum og eins að fara að drusla heim í flugi glerílátum.

  Like

  1. Sæl Sjöfn og afsakaðu en þessa pöntun fór framhjá mér, er ekki vanur að fá athugasemdir við bloggfærslur og sá þetta því ekki því miður. Þessi sending kláraðist en ný er væntanlega síðar í sumar og verður auglýst með svipuðum hætti og þessi mjög bráðlega. Vonandi var ferðin þín til Ítalíu sem best!

   Like

  1. Sæll Guðmundur og afsakaðu en þessa pöntun fór framhjá mér, er ekki vanur að fá athugasemdir við bloggfærslur og sá þetta því ekki því miður. Þessi sending kláraðist en ný er væntanlega síðar í sumar og verður auglýst með svipuðum hætti og þessi mjög bráðlega.

   Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s