Valdibella á Sikiley

Það er ekki einn bóndi á Valdibella (Fagradal) heldur margir sem allir vinna saman með það að markmiði að búa til fyrirmyndar samfélag manna og náttúru í eins góðu jafnvægi og er hægt. Hér eru framleiddir ávextir, grænmeti, ólífur, hunang og að sjálfsögðu vínberin.

Eftirtalin vín fást í vínbúðunum Kringlunni og Heiðrúnu:

Isolano (hvítvín) fallegt og stílhreint hvítvín úr þrúgunni Cataratto Extra Lucido. Dvelur nokkra mánuði í stáltönkum áður en sett á flöskur. Létt síað og með ögn af viðbættu súlfíti. Þvottekta og alhliða, ítalskt matarhvítvín.

Grillo sulle Bucce (hvítvín) er hvítvín úr grillo þrúgunni sem fær snertingu við hýði í nokkra daga sem gerir það að svokölluðu “orange” víni eða gulvíni.

Agape (rauðvín) er fágað rauðvín úr þrúgunni nerello mascalese.

Respiro (rauðvín) er svolítill bolti úr þrúgunni nero d’avola, þykkt og djúsí með engu viðbættu súlfíti.

Eftirtalið vín fæst eingöngu með sérpöntun á vef vínbúðanna:

Cataratto (hvítvín) er einfalt og aðgengilegt hvítvín úr samnefndri þrúgu cataratto og sett í beljur (3L) svo hægt sé að bjóða á sem bestu verði.

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s