Emilia hluti af héraðinu Emilia Romagna er ein mesta matarkarfa Ítalíu með sínar þekktustu afurðir kenndar við borgina Parma, parmigiano ostinn og parmaskinkuna. Eldamennskan er ríkuleg og seðjandi og drýpur af hverju strái. Bolognonese, lasagna og alls konar fyllt pasta. Vínin úr héraðinu eru því oft freyðandi til að létta og lyfta matnum með lambrusco í broddi fylkingar.
Margir þekkja lambrusco sem sætan og væminn vínsafa en sú vonda útflutningsvara á lítið skylt við það sem íbúarnir drekka sjálfir.
Náttúruvíngerð hefur skotið rótum þar eins og annars staðar á Ítalíu og er Camillo Donati án efa með þeim virtari. Hans freyðandi vín eru eins mikil náttúruvín og þau verða. Þau eru öll náttúrulega freyðandi, náttúrulega gerjuð, án viðbætts súlfats og ófilteruð auk þess sem Camillo stundar bíódýnamíska vínrækt.
Eftirtalið vín er hægt að sérpanta á vef vínbúðanna:
Lambrusco 2017 er framleitt úr samnefndri þrúgu “lambrusco”. Það er freyðandi þótt mjög lítið og höfugt með 14.5% áfengismagni.