Farnea í Veneto

Marco Buratti er bóndinn á bænum Farnea í þjóðgarðinum Colli Euganei, einu rómaðasta vínsvæði Veneto héraðs. Framleiðslan er lítil enda aðeins tveir hektarar lands undir vínrækt. Hjartað er hins vegar stórt. Vínin hans Marco eru náttúruvín frá upphafi til enda. Hann ræktar fjölmargar, ólíkar þrúgur sem hann blandar saman á frumlegan hátt. Í raun býr hann til ótrúlega mörg vín miða hvað framleiðslan er lítil og það þýðir bara eitt, það er allt of lítið til af hverju þeirra (max 60 flöskur koma til landsins af hverri sort sem Vínbóndinn fær).

Eftirtalin vín er hægt að sérpanta á vef vínbúðanna:

All In (rósavín/1000ml) er rósavín framleitt úr næstum 10 ólíkum þrúgum, þess vegna nafnið “all in”. Hann tekur nokkur hvítvín, nokkur rauðvín og blandar saman í einn kokteil. Dökkt rósavín og mjög ólíkt öðrum slíkum. Sveitalegt, á góðan hátt.

Lombra Co2 Rosso (rauðvín/1000ml) er rauðvín framleitt úr þrúgunum cabernet franc, cabernet sauvignon, merlot og raboso. Gerjun er svokölluð “carbonic maceration” sem gerir vínið létt í anda og munni. Sveitalegur ilmur.

L’arietta (rauðvín) er mjúkt, ávaxtaríkt og höfugt rauðvín sem þroskast í 8 mánuði í gömlum tunnum.

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s