Le Coste í Lazio

Hjónin Gianmarco Antonuzzi og Clementine Bouveron kynntust þegar þau unnu saman hjá vínbónda í Alsace héraði Frakklands. Þar kynntust þau líka og lærðu hvernig hægt er að gera vín sem er hrein náttúruleg afurð, hreinn vínsafi, þar sem ekkert er tekið og engu bætt við.

Árið 2004 keyptu þau lítið land í Lazio héraði steinsnar suður af Toskana, í hlíðunum fyrir ofan Bolsena vatn. Þar var fyrir gamall vínviður sem þau nýttu til víngerðar en hafa síðan einnig plantað nýjum. Heildarframleiðslan er þó lítil, einungis 25.000 flöskur á ári sem deilist á fjölmörg og ólík vín enda ríkir mikil sköpunargleði á bænum.

Á skömmum tíma hafa hjónin skipað sér sess meðal áhugaverðustu og þekktustu náttúruvínbænda Ítalíu. Lífefld ræktun (biodynamic) er stunduð og allt kapp lagt á að umhverfið sé eins og einn stór garður þar sem ríkir náttúrulegt jafnvægi með fjölbreyttri ræktun af ýmsu tagi.

Eftirtalin vín er hægt að sérpanta á vef vínbúðanna:

Ripazzo (hvítvín) er framleitt á óvenjulegan hátt þar sem tveimur árgöngum er blandað saman (2015/16). Gerjun hafði stöðvast 2015 og til að koma henni aftur af stað var bætt við hratinu ári síðar 2016. Það tókst! Bragðlaukasprengja, djúpgyllt og skýjað.

Bianco (hvítvín) er svokallað “orange” eða gulvín þar sem vínið fær að vera með hýðinu í nokkra daga sem gefur því vott af tannín og djúpgylltan lit. Þroskast 10 mánuði í stórum eikartunnum, margslungið, djúpt og spriklandi ferskt. Framleitt að mestu úr trebbiano þrúgunni ásamt lögg af malvasia.

Rosso (rauðvín) þroskast 10 mánuði í stórum eikartunnum. Að mestu leiti úr sangiovese þrúgunni ásamt ciliegiolo, colorino, cannaiolo og vaiano. Fágað rauðvín og glæsilegt. Eins og öll vín bóndans er það alveg án viðbætts súlfíts eða annarra aukaefna. Hreinn safi.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s