Zanotto í Veneto

Riccardo Zanotto hefur það að sérsviði að framleiða freyðandi vín af ýmsu tagi enda staðsettur á einhverju mesta freyðivínssvæði Ítalíu og þótt víðar væri leitað. Prosecco eru freyðivínin kölluð sem koma héðan úr miðju Venetó héraði, ekki ýkja langt frá Feneyjum. Ólíkt flestum á svæðinu stundar Zanotto hins vegar gömlu aðferðina “col fondo”. Gamla aðferðin er sú aðferð sem tíðkaðist á svæðinu áður en tæknin tók völdin, áður en menn fóru að fjöldaframleiða freyðivín í stórum tönkum sem breyta víni í freyðivín undir miklum þrýstingi.

Col fondo er náttúruleg aðferð þar sem gerjun vínsins hefst í tönkum á hefðbundin hátt (eins og tíðkast um hvítvín) en lýkur í flöskunni eftir að henni hefur verið lokað (með gostappa frekar en freyðivínskorktappa). Það veldur náttúrulegum þrýstingi í flöskunni sem fær vínið til að freyða, meira létt freyðandi vín þó heldur en beinlínis freyðivín. Botnfallið er heldur ekki fjarlægt svo col fondo vínin eru skýjuð og gulleit.

Eftirtalin vín fást í vínbúðunum Kringlunni og Heiðrúnu:

Frottola (freyðandi hvítvín) er ekki framleitt með col fondo aðferðinni en er samt náttúrulega freyðandi eins og hin. Það er því tært á litinn, létt og lokkandi. Það getur verið lygilega auðvelt að renna því niður.

Col Fondo Bianco (freyðandi hvítvín) kemur af sama svæði og prosecco freyðivín og sömu þrúgu, glera, en er allt öðruvísi. Náttúrulega létt freyðandi, skýjað með sveitalegan sjarma. Ekkert viðbætt súlfat.

Rude (freyðandi hvítvín) er að mestu úr sömu þrúgu og hin tvö (glera) nema fær að vera með hýðinu í gerjun sem gerir það djúpgyllt að lit með vott af tannín. Vel skýjað (gruggugt) og án viðbætts súlfíts.

Col Fondo Rosso (freyðandi rauðvín) er eins og nafnið gefur kynna rauð útgáfa af þessari aðferð. Þrúgurnar eru marzemino og cabernet sauvignon og útkoman virkilega skemmtilegt, þurrt en ávaxtaríkt, freyðandi rauðvín, Frábært alhliða matarvín allt frá fordrykk, pizzum og yfir í steikur. Ekkert viðbætt súlfat.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s