Cirelli í Abruzzo

Hjónin Cirelli stunda ræktun í Abruzzo héraði, 8 kílómetra frá strönd Adríahafsins, ekki langt frá borginni Pescara. Vín er þeirra mikilvægasta afurð en þó aðeins hluti af heildarvistkerfi býlisins, hvítlauk, ávöxtum, ólífuolíu, öndum og fleira. Vínin eru falleg og stílhrein, vönduð, ekta ítölsk matarvín – með lífræna vottun.

Eftirtalin vín er hægt að kaupa í vínbúðunum Kringlunni og Heiðrúnu:

Trebbiano d’Abruzzo (hvítvín) er ljúffengt hvítvín úr trebbiano þrúgunni með tóna af sítrus, peru og melónu. Þroskað í stáltönkum svo ávöxtur vínsins fær að njóta sín á hreinan og beinan hátt. Meðalþungt með vott af steinefnum (sem minnir aðeins á hvítvín frá chablis).

Cerasuolo d’Abruzzo (rósavín) er eins og rauðvínið framleitt úr þrúgunni montepulciano. Safinn dvelur styttra með hýðinu svo útkoman er rósarlitt vín frekar en rautt. Dekkra rósavín en fólk á að venjast en verulega fallegt, þétt og ferskt.

Montepulciano d’Abruzzo (rauðvín) er framleitt úr montepulciano þrúgunni eins og nafnið gefur til kynna. Eins og hvítvínið og rósavínið þroskast það eingöngu í stáltönkum (engin eik hér á ferð) svo þrúgan nýtur sín betur í einstaklega fersku, berjaríku víni sem er meðalþungt, fremur mjúkt og aðgengilegt.

Eftirtalið vín er eingöngu hægt að sérpanta á vef vínbúðanna:

Pecorino (hvítvín) er framleitt úr samnefndri og sjaldgæfri þrúgu (pecorino) sem bændur í héraðinu hafa blásið lífi í að nýju eftir að hafa verið nánast óþekkt. Nafnið tengist ekkert ostinum fræga úr kindamjólkinni. Þétt og flott hvítvín, nokkuð kröftugt með ívið hærra áfengismagni en trebbiano hvítvínið frá bóndanum en að öðru leiti framleitt á sama hátt.

 

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s