Um Vínbóndann

Öll vín Vínbóndans koma frá fyrirheitna landinu Ítalíu. Þau hljóta sérstaklega gott uppeldi frá fyrstu skrefum af vínekru ofan í vínflösku.

  • Af lífrænni ræktun eða lífefldri (bíódýnamískri)
  • Náttúrulega gerjuð án viðbætts gers
  • Ósíuð og ósigtuð
  • Vegan
  • Með engu eða mjög litlu viðbættu súlfati
  • Án annarra aukaefna
  • Einstök og ljúffeng

Hafið samband til að fá lista yfir þau vín sem eru fáanleg í augnablikinu en ekki vera of lengi því sumt er flutt inn í litlu magni.

Vínbóndinn mætir með vínkynningar í heimahús og fyrirtæki gegn hóflegu gjaldi.

Til að fá helstu fréttir er hægt að skrá sig á póstlistann.

Vínbóndinn býður líka vínkynningar í heimahús og fyrirtæki gegn hóflegu gjaldi.

Arnar Bjarnason
arnarbjarn@gmail.com
s.6937165

Vínbúðin

Eftirtalin náttúruvín er hægt að sérpanta á vinbudin.is og fá send í vínbúð að eigin vali, hvert á land sem er.

(Smelltu á viðkomandi vín til að panta á vef vínbúðanna. Smelltu á nafn bónda til að lesa meira um vín og bændur)

ATH! sérpantanir gegnum ÁTVR liggja tímabundið niðri meðan unnið er að vinnslu umsókna vegna nýs flokks náttúruvína sem verða fáanleg í vínbúðinni Kringlunni í desember.

Zanotto, Veneto

Frottola (freyðandi hvítvín) 2.390 kr
Col Fondo Bianco (freyðandi hvítvín) 2.990 kr
Col Fondo Rosso (freyðandi rauðvín) 2.990 kr

Farnea, Veneto

Emma (hvítvín) 3.791 kr
All In (rósavín/1000ml) 3.890 kr

Valli Unite, Piemonte

Ottavio Rube (hvítvín) 2.589 kr
Il Brut and the Beast (freyðandi hvítvín) 2.990 kr
Marmote (rauðvín) 3.390 kr
Rosso (rauðvín/5000ml belja) 15.600 kr

Camillo Donati

Lambrusco (freyðandi rauðvín) 3.390 kr

Cirelli, Abruzzo

Pecorino (hvítvín) 2.990 kr
Trebbiano d’Abruzzo (hvítvín) 2.990 kr
Cerasuolo d’Abruzzo (rósavín) 2.990 kr
Montepulciano d’Abruzzo (rauðvín) 2.990 kr

Le Coste, Lazio

Ripazzo (hvítvín) 2.990 kr

Cantina Giardino, Campania

Paski (hvítvín) 4.490 kr

Arianna Occhipinti, Sikiley

SP68 Rosso (rauðvín) 3.890 kr

Valdibella, Sikiley

Grillo sulle Bucce (hvítvín) 2.990 kr
Cataratto (hvítvín/3000ml belja) 8.900 kr
Agape (rauðvín) 2.990 kr

Vínbændur frá Ítalíu

Vínbóndinn er ekki bara einn heldur eru margir góðir bændur á bakvið hann.

ZANOTTO, Veneto

Riccardo Zanotto er búsettur í hjarta Prosecco freyðivínssvæðisins. Hans framleiðsla snýst aðallega um hin léttfreyðandi og heillandi “Col Fondo” vín þar sem bubblurnar verða til með náttúrulegum meðulum. Þau eru all skýjuð með botnfalli sem má annað hvort skilja frá með því að umhella víninu eða, þvert á móti, hrista upp í flöskunni til að fá meiri og sveitalegri karakter.

FARNEA, Veneto

Marco Buratti er sannkallaður smábóndi með aðeins 2 hektara vínlands í þjóðgarðinum Colli Euganei. Eftir að hafa starfað sem kokkur í Nýja Sjálandi snéri hann aftur til Ítalíu fyrir um 15 árum síðan og hóf að framleiða hrein og bein náttúruvín, án aukaefna hvorki úti á vínekru né inni í vínkjallara, ánægjuvín sem umfram allt eiga að vera auðveld til að skola niður og á sanngjörnu verði.

LE COSTE, Lazio

Gianmarco Antonuzzi og Clementine Bouveron rækta garðinn sinn í bænum Gradoli 450 metra hæð fyrir ofan Bolseno vatn steinsnar frá landamærum Toskana þar sem eldfjallajarðvegurinn er sérstaklega ríkur af járni og steinefnum. Blandaður landbúnaður af ýmsu tagi hjálpar enn frekar við að búa til sjálfbært vistkerfi sem vínin eru náttúrulegur hluti af.

CIRELLI, Abruzzo

Stofnað 2003 af hjónunum Francesco og Michela við þorpið Atri um 8 km frá strönd Adríahafsins. Til að skapa sem heilbrigðast umhverfi er vínræktinni blandað saman við hvítlauksrækt, fíkjur, ólífur og mjöl að ógleymdum gæsunum sem spígspora um vínekrurnar og gefa sinn náttúrulega áburð. Virkilega falleg og stílhrein vín eru framleidd á bænum sem ýmist fá að þroskast í stáltönkum eða í anfóru leirkerjum.

LAMMIDIA, Abruzzo

Lammidia er nýr og agnarsmár vínbóndi ekki langt frá Pescara með framleiðslu upp á aðeins um 15.000 flöskur árlega. Reyndar væri réttara að tala um vínbændur í fleirtölu heldur en einn bónda því tveir félagar stunda víngerðina, Davide og Marco, sem hafa þekkst frá því í leikskóla. Eftir háskóla fóru þeir í sitt hvora áttina en það var ástríðan og áhuginn á náttúruvíngerð sem sameinaði þá aftur undir merki Lammidia.

CANTINA GIARDINO, Campania

Vínbændurnir og hjónin Daniela og Antonio de Gruttola leiða Cantina Giardino, samstarfsverkefni sex vina í Kampanía héraði. Þau leituðu uppi litla vínbændur á svæðinu sem höfðu ræktað sinn gamla vínvið kynslóðum saman á náttúrulegan hátt án aukaefna og hófu samstarf við þá um framleiðslu vína undir merkjum Cantina Giardino. 2010 fundu þau og keyptu eigin vínekrur með hundgömlum vínvið frá því uppúr 1930 sem bættist við framleiðsluna.

ARIANNA OCCHIPINTI, Sikiley

Arianna er ung og öflug víngerðarkona á Sikiley sem hóf eigin vínrækt fyrir 15 árum síðan þá rétt rúmlega tvítug. Hún fór í víngerðarskóla en lærði mest af frænda sínum og öðrum í hennar nærumhverfi sem stunduðu náttúrulega víngerð. Strax frá upphafi hefur Arianna haft sterka sýn á hvað vínin hennar eigi að endurspegla. þau eiga að vera persónuleg, hrein og bein og með sterka tilfinningu fyrir uppruna sínum. Hennar leið að því marki er að gera vín á eins náttúrulegan hátt og er unnt, lífræn, án nokkurra eiturefna, náttúrulega gerjuð, ófilteruð og með littlu viðbættu súlfati.

Vínbóndinn á veitingahúsum

Blogg